αστικοί κήποι

URBAN handbók um vistvæna garðyrkju

Í síbreytilegu nútímasamfélagi sem einkennist af aukinni þéttbýlismyndun í borgum og bæjum, hefur skapað nýjar þarfir og búsetuskilyrði sem hafa bein langtímaáhrif á bæði einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Í dag búa í raun, 55% af íbúum jarðar í þéttbýli og búist er við að það hlutfall muni hækka í 68% í kringum 2050, samkvæmt upplýsingum og spágildum Sameinuðu Þjóðanna.

Í slíku umhverfi spratt hugmyndin um þéttbýlis eða borgargarða sem leið til að nýta sem best það umhverfi og auðlindir sem eru til staðar í borgarumhverfinu, uppfylla þarfir tengdar, lífsskilyrðum, atvinnu, félagsskap, skemmtun og sköpun.

Með þetta í huga er KMOP í samstarfi við 5 samstarfsaðila er vinna að samfélagsþróun að vinna  “URBAN handbók um vistvæna garðyrkju”, handbókin er sérsniðin að ungu fólki, sérstaklega þeim sem eru að takast á við jaðarsetningu  á vinnumarkaði og vilja auka færni sína í þéttbýlisgarðrækt.

Handbókin samanstendur af fimm köflum sem skilgreina og veita yfirsýn yfir hvað  Þéttbýlis- eða borgargarðrækt er, farið er yfir skilgreiningu á hugtakinu, grunnupplýsingar um hvernig best er að, fara fara af stað með garð í þéttbýli og borgum, niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samstarfslöndunum, mögulega fjármögnun slíkra verkefna, sem og tillögur að stefnu og breyttu verklagi til að styðja við uppbyggingu samfélagsgarða í þéttbýli.

Handbókin veitir einnig gagnlegar upplýsingar og leiðsögn fyrir þá sem hafa áhuga á að koma á fót samfélagsgarði og leggja þar með sitt af mörkum til að skapa grænna samfélag.

Til að nálgast frekari upplýsingar þá er hægt að hlaða niður handbókinni  hér

Um URBAN verkefnið

Urban verkefnið mun auka upplýsa og fræða samfélagsþegna – sérstaklega ungt fólk sem upplifir sig jaðarsett í samfélaginu svo sem innflytjendur og flóttafólk – með því að styðja við uppsetningu og viðhaldi á samfélagsgörðum í þéttbýli. Ávinningur af URBAN verkefninu felst einnig í framlagi þess til umræðu og aðgerða tengdum loftslagsbreytingar, vistkerfinu og sjálfbærri þróun.

Til að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið þá getur þú heimsótt heimasíðu þess https://www.urbangardeningproject.eu/,

Facebook síðu verkefnisins https://www.facebook.com/urbangardeningproject/ eða sent okkur tölvupóst í netfangið info@urbangardening.eu

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *