URBAN | Auka félagslega viðurkenningu með garðyrkju í þéttbýli

Möguleikar þéttbýlisgarðyrkju ná til þess  að efla atvinnulíf og umhverfisins í þéttbýli til að efla félagsmótun og valdeflingu viðkvæmra hópa. KMOP – Social Action and Innovation miðstöðin gerir sér grein fyrir þeim ávinningi sem stofnun og viðhald þéttbýlisgarða veitir samfélaginu í heild, og leiðir URBAN – Engaging Youth with Urban Gardening Activities verkefnið með samstarfsaðilum í Portúgal, Þýskaland, Ísland, Litáen, Norður -Makedóníu, verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætluninni.

Markmið URBAN verkefnisins vinnur að valdeflingu ungs fólks sem tilheyrir viðkvæmum samfélagshópum eða er í hættu á félagslegri útskúfun með því að gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Í þessu samhengi hefur verið þróuð fræðsla og þjálfun til að bæta persónulega, félagslega og stafræna færni.  Vettvangurinn er þéttbýlisgarðyrkja og samstarf ungs fólks sem annaðhvort á sama svæði eða milli landa með rafrænum samskiptaleiðum.

Á þessu stigi verkefnisins er búið að vinna námskrár til að veita sérhæfða þjálfun í garðyrkju í þéttbýli sem og handbók fyrir leiðbeinendur um hvernig megi best að nálgast og styðja við ungmenni með þjálfun í borgargarðyrkju eða þéttbýlisgarðrækt. Handbókin byggði á fyrirliggjandi rannsóknum og gögnum um garðyrkju í þéttbýli og þarfagreiningu í samstarfslöndunum. Handbókin er auðveld í notkun, þar má finna leiðbeiningar um stofnun þéttbýlisgarða, þar sem farið er yfir tæknileg atriði og aðrar hagnýtar aðferðir við þéttbýlisgarðyrkju.

Auk námskrána er verið að ljúka vinnu við námsefnisgerð sem verður nýtt á námskeiðum í  þéttbýlisgarðyrkju fyrir ungt fólk og leiðbeinendur þeirra. Námskrá um garðyrkju í þéttbýli fyrir ungt fólk (Training Curriculum on Urban Gardening for Youth) sem vill læra meira, byggja upp tengslanetið sitt og taka þátt í matjurtarækt í þéttbýli.

Efni námskrárinnar og handbókarinnar er aðgengilegt á námsvef (Platform) verkefnisins. Nýnæmi URBAN verkefnisins er að bjóða upp á gagnvirk samskipti í gegnum námsvef auk þess sem samspil verður við URBAN-appið er í þróun en hægt verður hægt að hlaða því niður í  iOS og Android, það mun innihalda: i) lista yfir þéttbýlisgarða og verkefni í samstarfslöndunum, ii) leiðir til að komast í samband við aðra garðyrkjumenn og skiptast á ráðum og leiðbeiningum og iii) upplýsingar um hvar er hægt að hittast eða hvernig er hægt að hefjast handa.

Um verkefnið

Þéttbýlis- eða borgargarður er vettvangur til þátttöku í samfélaginu þar sem umhverfið er í lykilhlutverki bæði félagslega og til að hlúa að vistkerfinu og sporna við loftslagsbreytingum. Það að taka þátt í stofna og viðhaldi þéttbýlisgarði valdeflir ungt fólk, sem tekur með því þátt í samfélaginu, byggir upp tengsl auk þess að byggja upp færni og þekkingu. Meginmarkmið URBAN verkefnisins er að hvetja til virkrar þátttöku og þjálfunar jaðarsettra hópa í nærsamfélaginu, ungmenna, langtímaatvinnulausra og innflytjenda sem gefst kostur á að setja upp og viðhalda matjurtagarði í þéttbýli.  Þá mun verkefnið þróa nýstárlegar aðferðir í þjálfun og stuðningi við þéttbýlisgarðrækt með áherslu á mjúka færni svo sem; samskipti, teymisvinnu, stjórnun og skipulagningu.

Frekari upplýsinga má finna með því að hafa samband við okkur í 891 6677 eða hafa samband í netfangið info@urbangardening.eu eða á Facebook.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *