Um verkefnið
Um verkefnið
Garðrækt í þéttbýli er leið til að efla samfélagsauð og -vitund meðal þeirra íbúa sem telja að vistvænt umhverfi geti haft jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar. Ætlunin er að stuðla að þróun grenndargarða og þátttöku ungs fólks sem eflist og tileinka sér nýja færni.
Megin markmið URBAN verkefnisins er að stuðla að virkri þátttöku og fræðslu samfélagsmeðlima sérstaklega þeirra sem eru jarðarsettir s.s. ungt fólk, innflytjendur og langtíma atvinnulausa sem fá tækifæri til að virkja krafta sína í garðrækt í sínu nærumhverfi og samfélagi.
Auk þess verður þróað í verkefninu, náms- og upplýsingaefni sem nýtist til að kenna grunnatriði garðræktar ungu fólki og um leið þjálfa félagslega færni, hópvinnu, skipulagsfærni og verkefnistjórnun.
URBAN verkefnið mun….
- Þróa þjálfun og námsefni, sem eykur færni þeirra sem taka þátt í garðyrkju í þéttbýli, bæði þátttakenda og þeirra fagaðila sem sinna þjálfun eða stuðningi.
- Stuðla að þátttöku ungra jaðarsettra einstaklinga.
- Þróa þjálfun, skipulag og aðferðafræði, námsþætti sem fela í sér nauðsynleg skref í að setja upp og viðhalda grenndargörðum.