URBAN

Auka þátttöku ungs fólks í garðyrkju í þéttbýli

Grenndargarðar eða garðar í þéttbýli eru vettvangur sem reknir eru af sveitarfélögum eða settir upp af sjálfboðaliðum innan samfélagsins. Slíkir garðar geta orðið vettvangur til að efla samfélagsvitund og vinna gegn jarðarsetningu hópa í samfélaginu. Grenndargarðar eru tækifæri til að bjóða upp á viðburði, fræðslu og tengslamyndun sem eflir félagsfærni og félagsauð. Auk þess geta grenndargarðar orðið liður í að auka umhverfisvitund og vinna gegn loftslagsbreytingum.

Markmið URBAN er stuðla að samfélagsþátttöku og fræðslu og þá sérstaklega viðkvæmari og jaðarsetta hópa innan samfélagsins svo sem ungmenni, innflytjendur/flóttamenn, með því að stuðla að þátttöku þeirra í starfi grenndargarða með fræðslu og stuðningi.

Hverjir munu njóta góðs af?

Viðkvæm og jaðarsett ungmenni

Ungmenni af erlendum uppruna og flóttafólk

Ungmenni sem standa frammi fyrir efnahagslegum hindrunum eða koma úr dreifbýli

Leiðbeinendur, fagfólk og stofnanir

Samstarfsaðilar:

AMADORA INOVA

Amadora Inovation E.M Unipessoal Lda. er opinber stofnun sem er að fullu í eigu borgarráðs Amadora og er staðsett í höfuðstöðvum sveitarfélagsins. Stofnunin var sett á laggirnar 1999 sem Fjölmenningar skóli fyrir faggreinar og íþróttir og var gefið núverandi nafn 2016.  Stofnunin á sjálf eignir, er með eigin stjórn og býr við fjárhagslegt sjálfstæði til að skipuleggja starf sitt í ólíkum borgarhlutum Amadora. Starfið tekur mið af stefnu borgarinnar, en tekur einnig mið af áskorunum og félagslegu samhengi borgarinnar, Fjölmenningar-skólinn er nú AMADORA INOVA!

Í dag einbeitir stofnunin sér að þremur megin sviðum í starfi sínu:

  • Amadora TECH – Miðstöð stuðnings við frumkvöðla og þróun á viðskiptaumhverfi.
  • Amadora Sorri – Miðstöð til að vinna gegn brottfalli úr skólum og vinna að því að bjóða upp á nám fyrir alla.
  • Amadora Cuida – skólaþróunarmiðstöð.

Markmið okkar er stuðla að breytingum með því að vera dýnamísk og skapandi, og finna þannig nýjar leiðir og svör við þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í sveitarfélaginu. Frekari upplýsingar má finna á www.amadorainova.pt

BUPNET GMBH

BUPNET GmbH var stofnað 1985, er aðili í fullorðinsfræðslu með mikla reynslu af því að þróa námskeið, þjálfun og verkefni bæði á landsvísu og í Evrópusamstarfi.  BUPNET teymið býr yfir umtalsverðri reynslu af Evrópusamstarfi í menntun (innri og ytri), námsmati, fjárnámi, náms-öppum og blönduðu námi, auk þess að hafa tekið þátt í Evrópskum rannsóknum á sviði viðurkenningar á óformlegu námi.  Megin áherslusvið: sjálfbær þróun, sagnagerð, námsmati, færniþjálfun ofl.

EINURD

Einurð er einkahlutafélag án hagnaðarsjónarmiða sem vinnur að fræðslu og samfélagsþróun. Einurð byggir á starfsmönnum og samstarfsaðilum með sérfræðiþekkingu á samfélagsrannsóknun, menntun og þjálfun. Markhópur Einurðar eru menntastofnanir á öllum skólastigum, stofnanir og fyrirtæki sem starfa að nýsköpun og samfélagsþróun. Starfsemi Einurðar felur í sér: ráðgjöf, rannsóknir, kannanir, þróun á námsefni, jafnrétti og þróun á námskrám, námi og námsefni í staðnám, fjarnám og blandað nám. Einurð hefur einnig boðið fyrirtækjum og stofnunum stuðning við verkefnastjórnun bæði í staðbundnum og alþjóðlegum verkefnum, bæði styttir og langtíma verkefnum.

XWHY | AGENCY OF UNDERSTANDING

XWHY / Agency of Understanding er ráðgjafahópur sem einbeitir sér að gegnsæi og merkingu. Frá borgarskipulagi og stefnumótun til leiðtogahæfni og nýsköpunar – teymið leggur til skilning á samhengi og menningu sem stuðlar að sjálfbærum lausnum. Með því að nýta aðferðir félags- og hugvísinda – heimspeki, fornleifafræði, mannfræði, atferlishagfræði – til að vinna með opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Sérfræðiþekking þeirra er: aðferðir félagsvísinda, samfélagsþróun, sköpun vettvangs, rannsóknir og ráðgjöf, vettvangsrannsóknir,  mannfræði skipulagsheilda, sjálfbær þróun.

KMOP | Social Action and Innovation Centre

KMOP – samfélags- og nýsköpunarmiðstöð er óhagnaðardrifin stofnun í Aþenu í Grikklandi, með yfir 40 ára reynslu af verkefnum tengdum sjálfbærri þróun, samfélagsþróun, mannréttindum, rannsóknum á jaðarsetningu og stefnumótun. Stofnunin leggur áherslu á að efla seiglu fólks, berjast gegn mismunun og styðja við samþættingu og sjálfbærni í samfélögum með því að bjóða upp á þjálfun, stuðning við nýsköpun og stefnumörkun. KMOP hefur skapað sér góðar orðstýr í alþjóðlegu samstarfi í vinnu sinni með aðilum bæði úr opinbera geiranum, einkageiranum sem og hópum í samfélaginu, með því að bjóða upp á nálgun sem er í senn byggð á þekkingu og lausnamiðaðri nálgun sem er til þess fallin að byggja upp seiglu. Samhliða því að bjóða upp á samfélagsþjónustu þá hefur KMOP’s nýtt sérfræðiþekkingu sína til að hanna og hrinda í framkvæmd átaksverkefnum á sviði menntunar, fjölmenningar, mannréttinda, atvinnusköpunar, geðræktar og samfélagsuppbyggingar. KMOP stýrir URBAN verkefninu. Frekari upplýsingar má finna á www.kmop.gr.  

KMOP SKOPJE

Deild KMOP í Skopje er samfélagsstofnun eða NGO sem vinnur sjálfstætt, samkvæmt samningi og stuðningi KMOP sem skapar henni bakgrunn og orðspor til að vinna með viðkvæmum hópum innan samfélagsins. Markmið stofnunarinnar er að taka þátt í að þróa og byggja upp verferðarkerfið í Norður-Makedóníu til að það geti betur mætt þörfum viðkvæmra samfélagshópa með því hanna nýskapandi lausnir við þeim áskorunum sem ríkið glímir við, efla þannig seiglu samfélaganna.  KMOP Skopje með umfangsmikilli greiningavinnu, sjálfbærni verkefnum og beinni þátttaka í samfélaginu, er stöðug að gera sitt besta til að takast á við ólík vandamál sem koma til af kerfislægum vandamálum og skort á opinberri stefnumótun, áskoranir sem hafa meiri áhrif á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þeirra daglega lífi. KMOP Skopje vinnur að markmiðum sínum með því að taka þátt í stefnumótandi verkefnum með opinberum aðilum í landinu s.s. atvinnuvega-og félagsmálaráðuneytinu, Félagsmálastofnun og félagsmiðstöðvar, auk þess að vinna með félögum, stofnunum og fyrirtækjum bæði í opinbera- og einkageiranum, sérstaklega þeim sem starfa að samfélagsmálum og samfélagsþátttöku.