Afurðir

Handbók fyrir ungmenni sem veitir hagnýtar upplýsingar um garðyrkju í þéttbýli, verklag og framkvæmd.  Markmiðið er að veita handhægar leiðbeiningar varðandi tækni og aðferðir í garðyrkju og það hvernig má setja upp og viðhalda grenndargarði í þéttbýli.  Handbókin mun innihalda aðgengilegar leiðbeiningar sem miðaðar eru að ungu fólki og öðrum ræktendum auk þess að geta nýst fagaðilum og stofnunum í þeirra þjálfun.

Handbok.

Kennsluleiðbeiningarnar styðja leiðbeinendur í því að þjálfa ungmenni til þátttöku í garðrækt í þéttbýli. Í kennsluleiðbeiningunum verður farið yfir ferli þjálfunarinnar, hlutverk og færni sem þarf til garðræktar og hvernig má miðla henni í gegnum þjálfun og fræðslu. 

Námskráin miðast við að skoða hvernig garðrækt í þéttbýli getur dregið úr jaðarsetningu og stuðlað að samfélagsþróun. Markmiðið er að hanna og þróa þjálfun fyrir ungmenni sem hafa áhuga og vilja taka þátt í þjálfun í ræktun í þéttbýli.  

Námsvefur og náms-app verður þróað. Vefurinn sem miðast við notkun bæði í tölvum og farsímum, mun innihalda dæmi um grenndargarða og námsefni um allt það helsta sem nauðsynlegt er að kunna skil á þegar farið er í að setja upp grenndargarð og þróa hann í að vera vettvangur samstarfs og samskipta sem stuðla að samfélagsþátttöku auk þess að bjóða upp á stuðning og fræðslu.

URBAN appið er sérsniðið að ræktun í þéttbýli og verður sniðin bæði að iOS og Android. Appið mun leggja áherslu á mismunandi tegundir grenndargarða. Það mun sýna lista af grenndargörðum í þátttökulöndunum þar sem fólk getur nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að setja sig í samband við ræktendur í görðum og deila reynslu og skipuleggja viðburði eða hitting.

Markmiðið með námskránni og tilrauna-þjálfuninni er að staðreyna að námskráin og aðferðafræðin virki, þannig að hægt sé að aðlaga og breyta því sem betur má fara áður en hún er gefin út. Sú reynsla og upplýsingar sem verður til í þjálfuninni verður nýtt til að styrkja og betrumbæta þjálfunina, námsefni o.s.frv.  Þjálfunin mun eiga sér stað í grenndargörðum í löndum samstarfsaðila og mun byggja á blönduðu námi, staðbundnu og á netinu.